Við ættum að gefa okkur tíma til að hlusta á eldra fólkið okkar. Þau hafa reynsluna og vita um hvað lífið snýst – og ættu því að geta miðlað af reynslu sinni og gefið okkur góð ráð.
Þessar tvær dásamlegu konur hér í myndbandinu voru 101 árs og 104 ára þegar þetta myndband var gert. Þær voru spurðar út í það hvernig maður öðlast hamingjuna… og það stóð ekki á svarinu.
Betty, 101 árs, segir að allt of margir haldi að hamingjan snúist fyrst of fremst um peninga, en ekki misskilja mig segir hún því vissulega þarftu á peningum að halda – en ekki láta allt snúast um peningana. Þá segir hún þetta allt snúast um viðhorf þitt, að vera bjartsýnn og ekki láta draga sig niður.
„Vertu þú sjálfur og brostu. Það er svo auðvelt að vera vingjarnlegur og þegar aðrir eru vingjarnlegir þá verður þú líka sjálf/ur vingjarnleg/ur en ef aðrir eru ekki vingjarnlegir þá skaltu ekki vera að eyða tíma í það fólk. Þetta er allt mikilvægt því það er svo nauðsynlegt að eiga fallegar minningar og þegar þú verður svona gamall eins og ég þá skiptir máli að geta yljað sér minningarnar.“
Helen, 104 ára, segist hafa verið afar hamingjusöm ung kona og það sé hún enn þann dag í dag.
„Mér líður bara vel inni í mér. Vertu bara góð manneskja bæði líkamlega sem andlega.“
Eru þær ekki dásamlegar?