Ekki eru allir svo lánsamir að feta beinu brautina í lífinu. Spánverjinn Jose Antonio er einn af þeim sem hefur farið út af brautinni og endað sem heimilislaus maður eftir að hafa þurft að kljást við þunglyndi.
Josete, eins og hann er kallaður, er 55 ára gamall og heldur til á torginu í Palma á Mallorca. Þar nær hann sér í pening fyrir mat með því að hjálpa fólki að finna stæði og leggja bílum sínum. En allir í nágrenninu þekkja Josete – enda hefur hann verið á götunni í 25 ár.
Það var eigandi hárgreiðslustofu í nágrenninu sem bauð þessum heimilislausa manni í yfirhalningu sem Josete þáði með þökkum enda langar hann að umbreyta lífi sínu og fá alvöru vinnu.
Josete gekk inn á stofuna með sítt ógreitt grár hár og mikið úfið skegg. En það var töffari sem gekk út af stofunni. Enda þekkti hann sjálfan sig ekki í speglinum eftir á og tilfinningarnar báru hann ofurliði.
Josete var sannfærður um að enginn úti á götu myndi þekkja hann… sem reyndist rétt.