Því hefur lengi verið haldið fram að há greindarvísitala sé besta staðfestingin á mikilli greind.
En er það endilega svo?
Ekki samkvæmt sérfræðingum því vísindamenn telja að þetta sé ekki alveg svona einfalt og að fleira komi til.
Hér er fimm atriði sem benda til þess að þú sért greindari en aðrir
1. Þú lærir af mistökum þínum
Sálfræðilegar rannsóknir sýna fram á að þeir sem eru greindir eru yfirleitt einstaklingar sem viðurkenna mistök sín og sætta sig við þau. Og það mikilvægasta af öllu er að þeir læra af mistökunum.
Í stað þess að líta á mistök sín sem vandamál eða áfall þá sjá þessir einstaklingar þau sem tækifæri til að þroskast og læra.
2. Þú lest þér til gamans
Einstaklingar sem eru áhugasamir lestrarhestar og lesa sér til gamans í stað þess að leitast sífellt við að ná sér í aukna þekkingu með lestrinum eru taldir greindari en hinir.
Samkvæmt sérfræðingum eru áhugasamir lesendur er lesa sér til gamans með betra minni, betri samskiptahæfni og betri einbeitingu.
3. Þú getur rökrætt við hvern sem er
Að geta rökrætt er talið merki um greind – en það skiptir öllu máli á hvaða hátt það er gert.
Talið er að þeir sem eru vel máli farnir, eru sannfærandi í rökræðum sínum og geta rökrætt út frá öllum hliðum málsins séu greindari en aðrir. Og það er heldur ekki nóg að geta rökrætt um hlutinn út frá eigin skoðun heldur út frá öllum hinum líka.
4. Þú hugsar áður en þú talar
Þeir sem eru afburða greindir eru fljótari að hugsa en tala. Ef þú tekur þér tíma í að hugsa áður en þú svarar til að koma með rétta svarið ertu skrefi á undan öðrum og greindari.
5. Þér er sama hvað öðrum finnst
Virkilega vel greindir einstaklingar velta ekki öðru fólki fyrir sér þegar þeir taka ákvarðanir. Þeir hugsa ekki hvernig öðrum líður með ákvarðanir þeirra – og framkvæma án þess að spá nokkuð í því hvernig eða hvort aðrir dæma þá fyrir vikið.