Stoppar þú stundum og hugleiðir hvernig líf þitt er og hvert það stefnir?
Hvað með þig sem manneskju, hugsanir þínar og hegðun?
Eða ertu kannski eins og allt of margir og heldur bara bara áfram á hálfgerðri sjálfstýringu?
Þá er kominn tími til að staldra við!
Hér eru 10 atriði sem við ættum að hafa í huga alla daga
1. Allt er breytingum háð
Það er alveg vonlaust að ætla sér að fara í gegnum lífið án breytinga því lífið er breytingum háð. Lífið er fullt af óvæntum uppákomum, bæði góðum og slæmum, og því eins gott að sætta sig við það að EKKERT varir að eilífu.
En það jákvæða við breytingar er að þær fela yfirleitt í sér aukinn þroska.
2. Að sleppa takinu
Þar sem ekkert varir að eilífu er nauðsynlegt að kunna að sleppa takinu. Njótum augnabliksins út í ystu æsar því það kemur ekki aftur.
Að kunna að sleppa takinu og kveðja, hvort sem það er fólk eða staðir, gerir allt auðveldara.
3. Hugsaðu áður en þú dæmir aðra
Við dæmum gjarnan aðra fyrir það sem okkur mislíkar í eigin fari. Því það sem okkur líkar ekki við í fari annarra er oft það sem okkur líkar ekki við í eigin fari.
Þetta er eitthvað sem getur verið erfitt að sætta sig við – sérstaklega þegar okkur finnst einhver alveg ómögulegur og neitum að sjá eigin galla.
4. Ekki hægt að panta ást og ástúð
Ástin er fyrirbæri sem þarf að fá að fljóta og það er ekki hægt að þvinga hana fram. Hún birtist þegar hún á að koma en ekki þegar þú vilt að hún komi. Fólk elskar af því það velur að gera svo en ekki vegna þess að einhver segir því að gera það.
Ástin er magnað fyrirbæri sem verður að fá að hafa sinn gang.
5. Það er mannlegt að gera mistök
Það gera ALLIR mistök og sumir fleiri en aðrir. En það er líka alveg eðlilegt
Á vegferð okkar í lífinu gerum við fjöldann allan af mistökum en svo framarlega sem við náum að nota mistökin til aukins þroska er þetta í góðu lagi. Með allri þeirri reynslu sem við öðlumst á lífsleiðinni verðum við vitrari, sterkari og öruggari með okkur – og mistök okkar eiga þátt í því.
Ekki óttast að gera mistök því svo framarlega sem þú nærð að standa upp aftur er það hinn eðlilegasti hlutur í lífinu.
6. Að streitast á móti ekki alltaf það rétta
Því meira sem þú streitist á móti einhverju, eins og t.d. aðstæðum, fólki, hugmyndum og öðru slíku – því líklegra er að þú gefir þessum hlutum meira líf.
Einbeittu þér frekar að því sem þú vilt en því sem þú ekki vilt. Hugsaðu frekar um hvað þú vilt að gerist og hvernig þú vilt hafa hlutina heldur en hvernig þú vilt ekki hafa þá. Með þessu nærðu frekar að laða að þér það sem þú vilt.
7. Hugsanir þínar skipta máli
Ekki vanmeta hvaða mátt hugsanir þínar hafa – því þær hafa mikinn mátt. Hvort sem þú trúir því eða ekki en þá móta hugsanir þínar líf þitt. Hvernig líf þitt er núna er afleiðing hugsana þinna. Og ef þú vilt breyta lífi þínu þarftu að breyta því hvernig þú hugsar.
Hugsanir okkar endurspegla gjörðir okkar svo það er mikilvægt að gæta að því hvernig maður hugsar.
8. Slepptu takinu
Ekki halda í eitthvað endalaust og ekki láta líf þitt vera sífellt drama. Lífið er of stutt til að eyða því í fólk og aðstæður sem láta þér líða illa. Vertu tilbúinn að sleppa takinu – þótt það taki á og sé erfitt.
Treystu lífinu og leyfðu því að flæða á sinn hátt. Og hafðu í huga að ekkert og enginn er ómissandi.
9. Þú getur ekki stjórnað öðrum
Þótt þú haldir að þú getir stjórnað því hvernig aðrir haga sér þá er það bara misskilningur. Og þó að þú sért náinn einhverjum gefur það þér engan rétt til þess að ráðskast með viðkomandi.
Eina manneskjan sem þú getur stjórnað ert þú sjálf/ur.
10. Að sjá eftir því sem þú ekki gerðir
Margir sjá eftir því sem þeir gerðu á meðan aðrir sjá eftir því sem þeir gerðu ekki.
Staðreyndin er sú að með hærri aldri áttar fólk sig á því að eftirsjá þeirra er frekar eitthvað sem það gerði ekki heldur en það sem það gerði.
Rannsókn sem gerð var á hópi eldra fólks leiddi í ljós að flestir þeirra sem tóku þátt sáu eftir því að hafa ekki gert eitthvað sem þeir á sínum tíma höfðu ekki kjark í. Þáttakendur sáu sem sagt miklu meira eftir því að hafa ekki gert eitthvað frekar en einhverju sem þeir gerðu.
Svo láttu vaða og framkvæmdu hlutina!
Heimildir – Purpose Fairy