Hver hefur ekki áhuga á því að læra ný eldhúsráð og trix?
Við hér erum alla vega alltaf jafn hrifin af góðum húsráðum – enda getur maður sífellt á sig blómum bætt í þeim efnum.
Hér eru tíu einföld eldhúsráð sem þú vilt kunna
1. Að skera lauk án þess að tárast
Þetta hafði maður ekki hugsað út í – en með því að setja laukinn inn í frysti áður en hann er skorinn losnar maður við það að gráta út í eitt á meðan skorið er.
En þetta á auðvitað eingöngu við ef þú ætlar að elda laukinn, þ.e. ekki setja hann ferskan í salat.
Hafðu laukinn í frystinum í 20 til 30 mínútur og skerðu hann svo.
2. Losnaðu við vandamál með plastfilmuna
Hver kannast ekki við endalaus leiðindi og vesen þegar nota á plastfilmu? Það ótrúlega er að hérna kemur frystirinn líka að góðum notum.
Geymdu filmuna inni í frystinum eins og atvinnumatreiðslumenn. Því það er svo miklu betra að eiga við kalda filmuna – hún rifnar síður eða klessist.
3. Að rífa niður mjúkan ost
Enn og aftur gagnast frystirinn vel því það er mjög gott að setja mjúkan ost inn í frysti í svona hálftíma áður en þú ætlar að rífa hann niður. Með þessu móti verður auðveldara að rífa hann niður, hann festist ekki eins við járnið og sóðaskapurinn verður minni.
4. Að taka skurn af eggjum á auðveldan hátt
Settu örlítið sódavatn eða edik út í vatnið þegar þú sýður egg og það verður mun auðveldara að taka skurnina af.
5. Að sjóða pasta án þess að upp úr sjóði
Leggðu viðarsleif ofan á og yfir miðjan pottinn. En viðurinn kemur í veg fyrir froðan flæði yfir.
6. Að elda heilan kjúkling
Leggðu kjúklinginn á bringuna í ofninum en með því veður kjötið bæði mýkra og fuglinn eldast fyrr.
7. Bökunarpappír fyrir bollakökur
Ef þú átt ekki sérstök form/mót fyrir múffur og/eða bollakökur notaðu þá bökunarpappír. Svo er líka bara flott að bera kökurnar fram í pappírnum.
8. Að geyma ferskar kryddjurtir
Ef þú ert með kryddjurtir sem liggja undir skemmdum þá er sniðugt að setja þær í klakabox og frysta. Gott er setja þær í vatn eða ólífuolíu.
9. Að losna við leiðinda lykt af höndum
Ef þú hefur verið að vinna t.d. með hvítlauk eða lauk og hendur þínar lykta getur reynst vel að nota borðsalt eða sítrónu. Nuddaðu þessu vel á hendurnar og hreinsaðu síðan af með vatni.
10. Að hreinsa skurðarbretti úr viði
Lykt og leifar af mat vilja gjarnan loða við skurðarbrettin og til að losna við það geturðu notað gróft salt og sítrónu.
Nuddaðu saltinu á brettið og leyfðu því síðan að liggja á brettinu í 10 til 15 mínútur. Notaðu síðan sítrónu skorna til helminga til að þrífa saltið af brettinu og leyfðu síðan brettinu að þorna.