Þetta er algjör bomba og ótrúlega gaman að bera fram. Og nei, þrjár hæðir eru ekki of mikið!
Kakan inniheldur dökkan bjór en honum má eflaust skipta út fyrir hið íslenska Malt – auðvitað er það ekki það sama en ætti þó ekki að breyta öllu.
Kremið er dásamlega mjúkt, næstum eins og súkkulaðimús, en best er að hafa það nokkurn veginn við stofuhita þegar það er borið á kökuna svo auðvelt sé að dreifa úr því.
Það sem þarf
Kakan
1 pakki Betty Crocker Devil´s Food Cake Mix
1 ¼ bolli dökkur bjór (mætti líka nota Malt)
1/3 bolli matarolía
3 egg
Súkkulaðikremið
340 gr dökkt súkkulaði, smátt niðurskorið
1 ½ bolli rjómi
½ bolli smör
Karamellan
6 msk karamellusósa – nota má tilbúna keypta sósu eða jafnvel bræða saman Freyjukaramellur og rjóma í potti við vægan hita.
Aðferð
Hitið ofninn að 180 gráðum.
Smyrjið eða spreyið botninn á þremur kringlóttum bökunarformum, 20 til 23 cm að stærð.
Farið eftir leiðbeiningum á Betty Crocker pakkanum og hrærið kökudufti, olíu, eggjum og bjór saman.
Setjið um 1 ½ bolla af deigi í hvert form.
Látið formin inn í ofn og bakið í 18 til 22 mínútur eða þar til pinni sem stungið er í miðju kökubotnanna kemur hreinn út.
Látið standa og kólna í að minnsta kosti 10 mínútur áður en botnarnir eru teknar úr formunum. Og látið svo kólna alveg.
Setjið súkkulaðið í skál.
Hitið rjómann og smjörið í litlum potti við miðlungshita.
Hellið þá rjómablöndunni yfir súkkulaðið og hrærið í þar til súkkulaðið er alveg bráðið og blandan orðin mjúk.
Setjið plast yfir skálina og látið hana svo inn í ísskáp í klukkutíma. Takið þá blönduna og hrærið vel í henni og setjið aftur inn í ísskáp í 1 til 1 ½ tíma eða þar til blandan er orðin ágætlega þykk til að smyrja á kökuna.
Takið fyrsta botninn og setjið á kökudisk.
Smyrjið botninn með einum bolla af kremi og dreifið svo 3 msk af karamellunni yfir.
Setjið næsta botn yfir og endurtakið með kremi og 3 msk af karamellu.
Takið síðasta botninn og leggið ofan á hina tvo og smyrjið með súkkulaðikreminu.
Ef vill má svo skreyta kökuna með t.d. niðurskornu Mars súkkulaði eða Rolo bitum og strá grófu sjávarsalti yfir.
Þú færð allt hráefni í kökuna í
jona@kokteill.is