Mígreni orsakast af ákveðnum breytingum í heila. Fólk sem þjáist af mígreni getur verið viðkvæmt fyrir ákveðnum mat, sterku ilmvatni og jafnvel ljósi.
Breytingar á veðri og aðrar breytingar á umhverfi geta einnig verið orsakavaldur mígrenis og höfuðverkjar.
Á listanum hér að neðan er að finna mat sem getur orsakað mígreni og slæman höfuðverk.
1. Súkkulaði
Þriðjungur þeirra sem að eiga við slæman höfuðverk að stríða ættu að hætta í súkkulaðinu. Margir sem þjást af mígreni fá aukna matarlyst rétt fyrir mígrenikast og þá langar þá í eitthvað sætt, frekar en eitthvað hollt og oft er það súkkulaði sem verður fyrir valinu. En það er sko aldeilis engin lausn á vandanum. Alls ekki fá þér súkkulaði ef þú finnur fyrir höfuðverk, gerðu tilraun og sjáðu hvort það virkar.
2. Ostur
Tyramine er efni sem er náttúrulegt í sumum mat og verður til þegar próteinið í mat sem þú geymir leysist upp. Sem þýðir að þeim mun lengur sem þú geymir mat þeim mun meira af tyramine er í honum.
Magnið af tyramine í osti fer eftir því hversu mikið unnin hann er.
3. Áfengi
Og skyldi engan undra. Áfengi eykur blóðflæði til heila. Rauðvín, bjór, viskí og kampavín eru þekktar tegundir áfengis sem kveikja á höfuðverk. Þó svo þetta sé uppáhalds áfengið þitt þá ættir þú að reyna að forðast það.
4. Kaldir drykkir/matur
Ef þú varst að koma af æfingu eða hefur verið úti í sólinni þá er mjög líklegt að þú teygir þig eftir einhverju köldu til að svala þorsta. Þetta getur gert það að verkum að þú finnur fyrir slæmum verk í enni sem getur staðið yfir í nokkrar sekúndur og upp í nokkrar mínútur.
5. Nítrat
Unninn matur eins og pylsur, salami eða pepperoni innihalda nítrat og hefur það verið þekkt fyrir að valda höfuðverk. Nítrat er í flestum unnum mat.
6. Tannín
Te, rauð epli eða perur, eplasafi og rauðvín innihalda tannín. Tannín getur orsakað höfuðverk hjá sumu fólki.
7. Ávextir og grænmeti
Þótt ávextir og grænmeti séu hollustufæði þá getur það engu…
Lesa meira HÉR