Á Valentínusardaginn, fyrir tveim vikum síðan, kom kennari einn í Ohio í Bandaríkjunum nemendum sínum heldur betur á óvart. Eitthvað sem þau áttu síður en svo von á.
Nokkrir nemendur í fimmta bekk höfðu þefað það uppi á Facebook að tveir kennarar þeirra ættu í sambandi og það hafði kvisast út – en þau áttu aldrei von á því að verða vitni að því sem sést hér í þessu myndbandi.
Vísindakennarinn Jason stendur hér frammi fyrir nemendunum og segist vita að uppi séu sögusagnir um það að hann og stærðfræðikennari þeirra, Ally, séu að hittast. Og við það tryllist bekkurinn.
En Jason heldur áfram og segir að þetta sé alveg rétt – og aftur ærist bekkurinn. Síðan segir hann að þau séu reyndar aðeins meira en að hittast því hann sé yfir sig ástfanginn af henni – og enn tryllast krakkarnir. En þau bjuggust þó ekki við því sem gerðist næst!
Og það heyrist ekki fyrir látunum í krökkunum… en hún sagði já.