Viðhorf okkar og það hvernig við bregðumst við ákveðnum aðstæðum í lífinu getur haft mikið að segja um það hvernig hlutirnir þróast og hvernig líf við eigum.
Gleymist í erli dagsins
Það er alltaf gott að láta minna sig á hvað skiptir máli og hvað má gera til að bæta andlega líðan. Því í erli dagsins vill það gjarnan gleymast hvernig við getum farið í gegnum lífið á sem bestan hátt fyrir okkur sjálf.
Hér eru átta góðir punktar sem vert er að hafa í huga og raunverulega ætti maður að hengja þennan lista upp á ísskápinn, á baðspegilinn, framan á fataskápinn eða bara hvar sem maður sér hann áður en farið er út í daginn.
Átta atriði til að hafa í huga ALLA daga
1. Sættu þig við fortíðina svo hún eitri ekki og eyðileggi nútíðina.
2. Það er enginn sem er ábyrgur fyrir hamingju þinni nema þú sjálf/ur. Og það er heldur enginn sem er ástæðan fyrir hamingju þinni – nema þú sjálf/ur.
3. Eini munurinn á góðum og slæmum degi er viðhorf þitt. Í dag er góður dagur.
4. Hvað öðrum finnst um þig er bara ekki þitt mál.
5. Sagt er að tíminn lækni öll sár. Og það er rétt að tíminn læknar næstum allt – svo gefðu tímanum smá tíma.
6. Ekki bera þig saman við aðra. Þú veist ekkert um þeirra vegferð og þeirra vandamál.
7. Hættu að hugsa svona mikið og ofhugsa hlutina. Það er í fínu lagi að vita ekki öll svörin.
8. Brostu. Því öll vandamál heimsins eru ekki þín eigin og þú getur aldrei leyst þau. Svo brostu – því lífið er gott!