Þessir litlu tortilla bátar eru frábærir í miðri viku eða um helgar.
Þeir eru einfaldir í undirbúningi, taka ekki langan tíma og henta litlum höndum einstaklega vel. Þetta er því eitthvað sem krökkunum mun þykja gaman að borða.
Tortilla, kjúklingur og beikon getur ekki klikkað!
Það sem þarf
4 sneiðar þykkt og gott beikon, eða 6 – 8 venjulegar sneiðar
3 kjúklingabringur, skornar í litla bita
2 msk Steikar og grillkrydd með hvítlauk
1 -2 tsk Chipotle chili krydd eða Mexican style chili powder
1 pakki Old el Paso mjúkir mini tortilla bátar
¾ bolli niðurrifinn Gouda ostur (eða annar ostur að eigin vali)
niðurskornir tómatar
niðurskorinn rauðlaukur
kóríander
Fyrir sósuna
¼ bolli Ranch dressing (úr flösku)
½ – 1 tsk Chipotle chili krydd eða Mexican style chili powder
Aðferð
Hitið ofn að 180 gráðum og þekjið ofnplötu með bökunarpappír eða álpappír.
Steikið beikon á pönnu. Eldið beikonið þannig að það verði stökkt. Að steikingu lokinni leggið þá beikonið á eldhúspappír til að losna við allan óþarfa vökva. Skerið það síðan, eða brjótið, í litla bita. Ekki hella vökvanum af pönnunni eða þrífa hana.
Setjið niðurskorinn kjúkling í skál og kryddið með báðum kryddtegundum. Veltið honum vel upp úr kryddinu.
Steikið þá kjúklinginn á sömu pönnu og beikonið – þar til hann er steiktur í gegn.
Komið Old El Paso bátunum fyrir á ofnplötunni og skiptið kjúklingnum jafnt á milli bátanna.
Dreifið rifnum osti yfir.
Bakið í ofninum í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og bátarnir aðeins farnir að ristast.
Takið þá út úr ofninum og setjið beikon, tómata, rauðlauk og kóríander í alla bátana.
Sósan
Hrærið kryddinu saman við Ranch dressing og dreifið létt yfir bátana að lokum.
Njótið!