Hér er frábært nýtt fegrunarráð fyrir húð sem er farin að eldast. En öll vitum við að með hærri aldri breytist húð okkar – og þá getur skipt sköpum að hugsa vel um hana.
Ekki aðeins myndast hrukkur og fínar línur verða sýnilegri heldur breytist einnig litaraft húðarinnar.
Ef við viljum halda húðinni fallegri og koma í veg fyrir að hún eldist ekki of hratt er algjört lykilatriði að veita henni næringu og hreinsa hana vel og reglulega.
Það dýrasta ekki alltaf best
Ég er ein af þeim sem þreytist ekki á að prófa ný krem og annað slíkt sem getur gert húðinni gott. Og hef ég sannreynt hversu miklu máli það skiptir að nota réttu vörurnar. En það sem ég hef líka komist að raun um er að það er ekki alltaf það dýrasta sem virkar best. Það er sem sagt ekkert samasemmerki á milli þess að varan sé dýr og að hún sé besta varan.
Konur sem komnar eru yfir fertugt, og gott betur eins og ég, þiggja alla þá hjálp sem þær geta til að halda húðinni í góðu ástandi.
Ný frábær olía
Þessa dagana er ég að nota andlitsolíu sem er nýkomin á markaðinn og sú lofar aldeilis góðu. Og þess vegna má ég til með að deila þessu með ykkur. En þessi nýja olía er frá Eucerin og er hluti af línu sem heitir ELASTICITY + FILLER. Olían inniheldur Argan olíu og hin virku efni mjólkurþistil og E-vítamín sem eru einstaklega góð fyrir húðina. Ein ástæða þess hvers vegna Argan olía er svona góð fyrir húðina er sú að hún er stútfull af andoxunarefnum, og rík af A- og E-vítamíni og Omega-6 fitusýrum.
Eucerin olían á að styrkja og auka teygjanleika húðarinnar og allt sem eykur teygjanleika hennar er í mínum huga jákvætt – enda missir húðin teygjanleika sinn með hærri aldri. Þá gefur olían húðinni sléttara yfirbragð.
Mjúk eins og barnsrass
Ég er alveg einstaklega ánægð með þessa olíu og er búin að nota hana kvölds og morgna núna í nokkurn tíma. Það sem ég hef gert er að bera hana á hreina húðina og nudda olíunni vel inn. Flaskan kemur með dropateljara svo það er ósköp þægilegt að setja nokkra dropa á fingurgómana og bera síðan á andlitið.
Húðin verður alls ekki of feit af olíunni og hún smýgur auðveldlega inn í hana – og svo skilur hún eftir sig satín áferð á húðinni. Og það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hún smitist t.d. í koddaverið. Svo má líka setja nokkra dropa út í dagkremið, litaða dagkremið og meikið ef maður vill spara tíma. En þegar droparnir sjálfir eru settir á hreina húðina borgar sig að bíða örlitla stund áður en húðin er förðuð. Ég set vænni skammt af olíunni á húðina fyrir svefninn.
Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu mjúk húðin varð, en hún er eins og mjúkur barnsrass þegar ég vakna á morgnana – í orðsins fyllstu! Ég bara man ekki hvenær húð mín var síðast svona ótrúlega mjúk. Og annað sem ég tók eftir er aukinn ljómi – og ekki veitir nú af þegar maður er kominn yfir fimmtugt.
Enn einn kostur er síðan sá að þessi olía kostar ekki mikið – en það er alltaf jafn ánægjulegt að finna jafn góða vöru sem sprengir ekki bankann. Þið finnið þessa góðu olíu í apótekum landsins.
jona@kokteill.is