Sumar kökur eru vinsælar hjá öllum aldurshópum og við leyfum okkur að fullyrða að það eigi svo sannarlega við um Rice Krispies kökur.
Og þegar rjómi og súkkulaði koma líka við sögu þá kætast margir fullorðnir enn frekar. Hvað þá þegar bananar eru líka komnir í málið!
Þess vegna segjum við að þessi kaka, sem sælkerinn hún Margrét Theodóra á Kakan mín skellti í á dögunum, spyrji ekki um aldur – hana elska allir því hún er einfaldlega algjört dúndur.
Það sem þarf
100 g smjör
3/4 lítil dós af Golden sírópi
200-220 g suðusúkkulaði (smakkið til)
2 stk mars
50 g salthnetur
Bananarjómi
1 peli rjómi
2 þroskaðir bananar
Í súkkulaði – krem/sósu
3-4 stk mars
3 msk rjómi
Aðferð
Saxið salthneturnar og setjið til hliðar.
Bræðið smjör, suðusúkkulaði og mars súkkulaði saman í potti.
Hrærið sírópinu saman við.
Byrjið á því að hella ca hálfum Rice Krispies pakka í skál og hellið súkkulaðiblöndunni saman við.
Bætið Rice Krispies smátt og smátt saman við eins og ykkur líkar.
Skiptið blöndunni í tvo hluta. Blandið salthnetum í annan helminginn og þjappið í botninn á bökunarformi (búið til litlar Rice Krispies kökur úr afgöngunum eða gerið annan botn.
Stappið 2 banana, þeytið rjóma og blandið saman.
Bræðið mars súkkulaði og rjóma saman og hellið yfir kökuna þegar blandan hefur kólnað smá (notið afgangskremið til að setja á litlu Rice Krispies kökurnar).
Gott er að dreifa smátt söxuðum salthnetum yfir kökuna.
Kælið kökuna.
Og njótið!
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í