Vissir þú að bananabrauð sem þú kaupir út úr búð getur innihaldið allt að ellefu teskeiðum af sykri í hverri sneið?
En hér er hins vegar dásamleg uppskrift að bananabrauði sem er glútenlaust og án viðbætts sykurs.
Það sem þarf
- ½ bolli bókhveiti
- ½ bolli möndlumjöl
- 1 ½ tsk matarsódi
- ½ tsk kardimommur
- 2 tsk kanill
- 1 tsk engifer
- ½ tsk múskat
- ½ tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar
- ½ tsk salt
- 2 stór egg
- ¼ bolli fljótandi kókósolía
- ¼ bolli mjólk að eigin vali
- 1 tsk eplaedik
- 3 meðal stórir og þroskaðir bananar
Til skreytingar
- 1 bolli pekanhnetur
- 1 msk bókhveiti – klíðislaust og malað
- ¼ tsk kanill
- 1 msk kókósolía
Aðferð
- Forhitið ofninn að 180 gráðum og klæðið bökunarform með smjörpappír.
- Takið stóra skál og blandið öllum þurrefnum saman.
- Í aðra skál skal hræra saman egg, kókósolíu, eplaediki og mjólk. Bætið svo bönunum saman við með því að stappa þá út í með gaffli. Ekki stappa þá í algjört mauk samt, hafið nokkra stærri bita með.
- Bætið bananablöndunni saman við þurrefnin og hrærið þar til allt er alveg fullkomlega blandað saman.
- Setjið þá blönduna í bökunarform, dreifið pekenahnetunum yfir ásamt bókhveitinu (þessu malaða), stráið síðan kanil og kókósolíunni yfir allt saman.
- Setjið formið í neðstu stillingu á ofninum og bakið í 45 mínútur eða þar til prjónn/tannstöngull sem þú getur notað til að stinga í deigið kemur upp hreinn. Ef þér finnst pekanhneturnar brúnast heldur hratt þá má setja álpappír yfir.
- Þegar brauðið er bakað þá skal láta það kólna aðeins áður en það er tekið úr forminu.
- Skerið í sneiðar og berið fram volgt, hollt og gott bananabrauð.
Uppskrift frá:
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í