Vöfflur eru alltaf jafn góðar og vinsælar. En hvað er betra en venjulegar vöfflur? Jú, auðvitað súkkulaðivöfflur!
Mmm… það er auðvelt að henda í þessar og slá í gegn. En þetta er alveg tilvalinn eftirréttur eða sem dekur um helgar.
Það sem þarf
1 pakki Betty Crocker súkkulaðiköku mix.
3 egg
vatn (samkv. leiðbeiningum á pakka)
matarolía (samkv. leiðbeiningum á pakka)
Aðferð
Hitið vöfflujárnið.
Setjið innihald Betty Crocker pakkans í skál, ásamt eggjum, vatni og olíu.
Hrærið vel saman.
Spreyið vöfflujárnið með bökunarspreyi eða smyrjið lítillega með matarolíu ef vöfflujárnið er ekki húðað með vörn svo ekki festist við það.
Setjið súkkulaðideigið á mitt járnið og bakið vöfflur.
Berið fram og njótið með rjóma, ís, súkkulaðisósu eða því sem hugurinn girnist.
Einfalt og gott!
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í