Það er fátt notalegra um helgar en að fara í góðan bröns. Að eiga rólega og notalega stund með fjölskyldu eða vinum yfir góðum mat.
En málið er að í mínu tilviki þá vill ég gjarnan festast svolítið í því að fara á sömu staðina aftur og aftur. Samt sem áður finnst mér alltaf jafn gaman að prófa nýja staði og upplifa ólíkt andrúmsloftið. Í mínum huga skiptir umhverfið ekki síður máli til að fullkomna stundina.
Geiri Smart er mjög smart
Geiri Smart er nýlegur og flottur veitingastaður á Hverfisgötunni – en Geiri er hluti af nýju hóteli borgarinnar og hann er virkilega smart. Sjálfur segist hann vera stífbónaður, fágaður, fjörugur og litríkur. Og eftir heimsókn mína síðast liðna helgi er ég er sammála Geira.
Staðurinn hefur allt með sér, hann er skemmtilega hannaður og blái liturinn sem er ríkjandi vekur með manni gleði. Og þótt Geiri segist sækja næstum allt sitt hráefni til íslenskra bænda þá finnst manni samt pínulítið eins og maður sé staddur í útlöndum þegar inn á staðinn er komið.
Bröns um helgar á Geira Smart
Á laugardögum og sunnudögum býður Geiri upp á brunch og það verður að viðurkennast að hann kann alveg að framreiða góðan dögurð. Auk þess hentar staðurinn bæði stærri hópum sem pörum er vilja eiga notalega stund í hádeginu um helgar.
Matseðillinn samanstendur af nokkrum ólíkum réttum, og ættu allir að geta fundiði eitthvað við sitt hæfi. En það sem varð fyrir valinu hjá mér að þessu sinni var bröns að hætti Geira Smart. Það er þriggja rétta bröns og það sem Geiri býður upp á er grísk jógúrt, egg Benedikt og að lokum belgísk vaffla.
Grísk jógúrt
Fyrsti rétturinn, gríska jógúrtin, var borin fram með ávöxtum, berjum, granóla og hunangi. Það var virkilega gott að fá svona ferskan og hollan rétt í byrjun og auk þess var hann líka fallegur fyrir augað. Fersk granateplin, brómberin, jarðarberin og bláberin setti algjörlega punktinn yfir i-ið.
Egg Benedikt
Næsti réttur, egg Benedikt, er minn uppáhalds bröns réttur og hann stóð fyllilega undir væntingum. Beikonið var þykkt og gott og shiitake sveppirnir færðu réttinn upp á næsta stig. Þá var stökkt grænkálið skemmtileg viðbót.
Belgísk vaffla
Og síðasti en ekki sísti rétturinn var þessi dásamlega belgíska vaffla. En hún var borin fram með súkkulaði, heslihnetuís, jarðarberjum og birkisírópi. Ég held satt að segja að þetta hafi verið ein besta útfærsla af belgískri vöffllu sem ég hef fengið. Get hreinlega enn fundið bragðið í munninum þegar ég hugsa um heslihnetuísinn og þykkt súkkulaðið.
Nýr staður á listann
Í heildina var þetta einstaklega notaleg heimsókn til hans Geira og því er ekki að neita að ég hlakka til að fara aftur í bröns til hans. Og auðvitað er ég afar ánægð að það sé kominn nýr staður á listann hjá mér yfir þá staði sem vert er að heimsækja í hádeginu á laugardegi eða sunnudegi.
Bjóðum þér og gesti í heimsókn til Geira
Þar sem ég var svo ánægð með brönsinn hans Geira, og Valentínusardagurinn er á næsta leyti, langar mig að bjóða heppnum lesanda og vini Kokteils í þennan þriggja rétta helgarbröns – og sá hinn sami má bjóða einum gesti með sér. Sem sagt lúxus bröns fyrir tvo. Ég lofa að þú verður ekki svikin/n.
Taktu þátt í þessum lauflétta leik!
Það sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum
Vera viss um að þú sért búin/n að setja LIKE við Facebooksíðu Kokteils HÉR
Deila þessu á veginn þinn og hafa stillt á public svo við sjáum að þú hafir deilt.
Og settu síðan nafn þess sem þú vilt bjóða með þér í „komment“.
Við drögum vinningshafa út á Valentínusardaginn, þann 14. febrúar.
jona@kokteill.is