Einn af stærstu dögum lífsins er brúðkaupsdagurinn og þá vill maður að allt fari samkvæmt áætlun og ekkert klikki. En lífið er nú bara þannig að óvæntir hlutir gera ekki boð á undan sér.
En svo eru það líka sumir sem taka þá ákvörðun að brjóta daginn upp með einhverju óvæntu eins og þessi brúðgumi hér.
Það var komið að fyrsta dansinum í brúðkaupi þeirra og lagið var komið á fóninn þegar græjurnar bila… eða svo hélt brúðurin.
Það rétta var að brúðguminn hafði fengið uppáhalds tónlistarmann þeirra beggja, kántrístjörnuna Mark Wills, til að koma og syngja fyrir þau í stað þess að spila lagið af bandi.
Þegar brúðurinn sér svo kántrístjörnuna missir hún sig alveg og getur varla hætt að gráta af gleði.
Fallegt!