Hinn fjörugi James Corden, leikari og spjallþáttastjórnandi sem stjórnar The Late Late Show í Bandaríkjunum, er alltaf til í gott sprell.
James er mikill aðdáandi Queen og sá sjálfan sig alveg fyrir sér syngja með hljómsveitinni eftir að Freddie Mercury féll frá – en líklega meira í gríni en alvöru.
En eins og allir Queen aðdáendur vita mun enginn koma í stað Freddie. Margir eru þó nokkuð sáttir við bandaríska söngvarann Adam Lambert sem hefur sungið með hljómsveitinni undanfarið.
James finnst þó að söngvari Queen eigi að vera breskur og hér takast þeir Adam á í söngbaráttu í þætti James.
Virkilega skemmtilegt fyrir alla Queen aðdáendur!
En þess má geta að hljómsveitin stefnir á tónleikaferðalag um Norður-Ameríku í sumar.