Þessi holli smoothie er góð leið til að byrja daginn – sérstaklega ef þú þarft þinn skammt af kaffi til að komast í gang.
Kaffi og súkkulaði með salt karamellu bragði er ljúffeng leið til að hefja daginn. En leyndarmálið á bak við karamellukeiminn eru döðlurnar sem blandast við bananana og gefa þetta einstaklega góða bragð.
Það sem þarf
½ bolla kalt kaffi
½ bolla möndlumjólk
1 ½ – 2 tsk lífrænt kakó
1 lítinn frosinn banana, skorinn í sneiðar
1 tsk vanilludropa
3 döðlur, lagðar í bleyti í 15 mínútur til að mýkja þær
örlítið sjávarsalt
1 bolla klaka
Aðferð
Allt sett saman í blandara og hrært vel saman þar til orðið mjúkt.
Drekkið strax.
Uppskrift – withsaltandwit
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í