Brownies, eða brúnkur, eru alltaf jafn vinsælar og hægt að gera margar útgáfur af þeim.
Hér er ein sem er ansi hreint skemmtilegt að bera fram í veislum, saumaklúbbum og sem eftirrétt eftir góðan mat.
Það er klárt mál að þessi mun vekja áhuga í barnafmælinu enda eins og súkkulaðipizza – og stútfull af ávöxtum.
En það besta er auðvitað að það tekur enga stund að reiða þetta fram.
Það sem þarf
1 pakki Betty Crocker Brownie Mix
vatn, matarolía og egg samkvæmt leiðbeiningum á pakka
230 gr rjómaost, við stofuhita
1/3 bolli sykur
½ tsk vanilludropar
2 bollar niðurskorin jarðarber
1 bolli bláber
1 bolli rifsber (en má líka nota kíví í staðinn)
Aðferð
Hitið ofninn að 180 gráðum.
Takið pizzaform og smyrjið með olíu eða notið bökunarsprey.
Hrærið innihaldi Betty Crockers pakkans saman við olíu, egg og vatn. Blandið vel en rólega saman.
Dreifið síðan úr deiginu í pizzaformið.
Bakið í 25 til 28 mínútur. Stingið tannstöngli í kökuna til að sjá hvort hún er tilbúin. Ef hann kemur upp næstum hreinn er kakan tilbúin.
Látið kökuna kólna í svona klukkutíma.
Blandið rjómaosti, sykri og vanilludropunum saman í skál og hrærið vel saman þar blandan er orðin mjúk. Notið annað hvort gaffal eða handþeytara.
Smyrjið blöndunni jafnt yfir kökuna/pizzuna.
En ef þú vilt gera þetta enn einfaldara má líka nota þetta tilbúna krem frá Betty Crocker.
Síðan eru ávextirnir settir ofan á kremið og þeim raðað að vild.
Ef vill má dreifa mjúku eplahlaupi yfir ávextina að lokum.
Setjið síðan kökuna inn í ísskáp í eina klukkustund.
Að þeim tíma liðnum er hún tekin út og skorin í sneiðar eins og pizza.
jona@kokteill.is
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í
Hugmynd fengin hjá tablespoon