Hún Claire er ekki há í loftinu en hún er nýorðin fjögurra ára og finnst fátt skemmtilegra en að syngja með pabba sínum.
Pabbi Claire lifir og hrærist í tónlist og er með sitt eigið stúdíó heima svo það eru hæg heimatökin að taka allt upp.
Það er alveg hreint dásamlegt að sjá samband þeirra feðgina – virkilega fallegt samband á milli föður og dóttur.
Sjáðu líka Claire syngja HÉR um litlu hafmeyjuna.