Emma Morano er ein þeirra sem lengst hafa lifað hér í heimi. Hún varð 117 ára og 137 daga gömul. En Emma fæddist árið 1889 á Ítalíu og lést í apríl árið 2017.
Það sama hvern einasta dag
Og leyndarmál Emmu á bak við langlífið kemur líklega einhverjum á óvart. Á hverjum einasta degi í um 90 ár borðaði hún egg – og hún borðaði næstum aldrei ávexti eða grænmeti.
Emma byrjaði á því að borða egg þegar hún sem ung stúlka greindist með blóðleysi og læknirinn hennar sagði henni að borða þrjú egg á dag. Talið er að í gegnum tíðina hafi hún borðað vel yfir 100.000 egg.
Og smákökur
Læknir Emmu, sem fylgdist með henni og heilsufari hennar í heil 27 ár, segir hana varla hafa borðað ávexti og grænmeti en hún hafi hins vegar borðað smákökur og einnig kjúkling. Undir það síðasta vildi hún hins vegar ekki borða kjöt því einhver sagði henni að það væri krabbameinsvaldandi. Svo það voru bara egg og smákökur.
Emma var mjög skýr í kollinum þótt hún hafi verið farin að heyra illa og á erfitt með mál. Þá var sjónin orðin döpur og sá hún síðustu árin ekki nógu til að geta horft á sjónvarp og fór dagurinn þá að mestu leyti í að lúra og snarla.
En Emma var alla tíð hraust, fyrir utan blóðleysið þegar hún var ung, og þakkaði hún eggjaáti sínu fyrir góða heilsu og langlífi.