Þetta hjartnæma myndband sýnir þegar 21 árs gömul stúlka biður stjúpmóður sína um að ættleiða sig.
Marissa ákvað að koma stjúpmóður sinni til 17 ára á óvart á jóladag og gaf henni fallegt jólaskraut sem búið var að áletra. Öðrum megin á skrautinu var mynd af þeim mæðgum þar sem stóð skrifað „Mín dásamlega móðir“ en hinum megin stóð „Viltu ættleiða mig?“
Auðvitað brast móðirin í grát yfir þessum gleðitíðindum og sagðist vera búin að bíða svo lengi eftir þessu en hún hafði ekki viljað gera þetta sjálf upp á sitt einsdæmi þar sem hún vildi að óskin kæmi frá dóttur hennar.