Leikkonan Susan Sarandon hefur ýmislegt til málanna að leggja varðandi sambönd tveggja einstaklinga. Susan, sem er 72 ára, hefur einu sinni gengið í hjónaband en átt í þó nokkrum samböndum í gegnum tíðina og á þrjú börn.
Susan þykir pólitísk og lætur sig menn og málefni varða. Hér í þessu myndbroti ræðir hún opinskátt um ástina og sambönd og hvað hún telur virka og ekki virka. Virkilega gott myndband sem er fullt af visku og allir hafa gott af að hlusta á.
Hér er í grófum dráttum það sem Susan segir:
Sambönd eru eins og hver önnur lífvera, þau þurfa að anda, breytast og þróast. Það er ekki nokkur leið að ætlast til þess að fara að einhverjum ákveðnum punkti, ná fullkomnum, stoppa þar og halda síðan í það sama hvað tautar og raular.
Líf þitt og sambönd þín þurfa að vera lifandi, ögrandi og breytingum háð – og þau þarf stöðugt að meta upp á nýtt. Sérstaklega ef fólk er lengi saman. Það þarf að ræða saman, tjá þarfir sínar og láta vita hvað maður vill og gefa hinum aðilanum færi á að laga sig að því. Þá er svo miklu auðveldara að koma með nýjar leikaðferðir og þá getur parið frekar aðlagast.
Þú ert ekki sama manneskjan þegar þú ert fertug og þú varst þegar þú varst tvítug. Þess vegna eru óíkir einstaklingar í lífi okkar á hinum ýmsu tímabilum lífs okkar. Reynslan safnast saman og þú lærir af samböndum þínum.
Hættið að rífast um ómerkilegu hlutina, eins og t.d. hver á að fara út með ruslið. Talið um það sem skiptir máli og margir þora ekki að tala um. Ræðið saman áður en það er orðið of seint.
Talið um það sem skiptir máli því aðeins þannig áttið þið ykur á því hvort þið eruð á sömu blaðsíðunni og eigið enn saman. Og þú þarft að vera undir það búin/n að vera ein/n.