Rannsóknir vísindafólks við Oxford-háskóla benda eindregið til þess að það sé beinlínis mannfjandsamlegt að láta fólk mæta til vinnu fyrir klukkan tíu á morgnana.
Líkamlegt og andlegt ofbeldi
Dr. Paul Kelley og hans fólk hefur með svefnrannsóknum komist að þeirri niðurstöðu að það stríði gegn náttúrulegum takti mannslíkamans að vakna fyrir klukkan níu á hverjum morgni. Í raun sé þetta slíkt líkamlegt og andlegt ofbeldi að það jafnast á við pyntingar.
Alveg úr takti við lífsstíl okkar
Kelley bendir á að orkustöðvar líkamans, heilabylgjur og hormónaframleiðsla tengist beint við birtustig en ekki verksmiðjustimpilklukkuna sem hefur tikkað frá níu til fimm síðan átjánhundruð og eitthvað. Verksmiðjueigendur innleiddu þennan átta tíma vinnudag fyrir margt löngu enda talið að þannig mætti auka framleiðslu.
Þetta er að mati Kelleys og hans fólks alveg úr takti við lífsstíl okkar í dag þar sem vinna margra felur nú í sér mikla hugsun frekar en handavinnu eingöngu.
„Við búum í svefnvana samfélagi“, segir Kelley sem sannreyndi kenningu sína þegar kennsla í breskum skólum var færð…
Lesa meira HÉR