Þessi 10 ára stúlka sem er einhverf og með ADHD hefur heldur betur heillað alla á veraldarvefnum með fallegum söng sínum.
Hún heitir Kaylee og syngur hér Hallelujah, hið þekkta lag Leonards Cohen, með kórnum í skólanum sínum.
Þegar Kaylee byrjaði í þessum skóla í 2. bekk vildi hún ekki tala hvað þá að lesa upphátt fyrir samnemendur sína. Svo þetta er heldur betur stórt stökk fyrir hana að standa svona frammi fyrir áhorfendum og syngja einsöng.
Og hún rúllar því upp!