Breski leikarinn og spjallþáttastjórnandinn James Corden sem stjórnar The Late Late Show í bandarísku sjónvarpi hefur heldur betur slegið í gegn með því að rúnta með fræga söngvara um Los Angeles. En í þessum bíltúrum er mikið sungið.
Heill hópur af söngstjörnum
James hefur auðvitað gert jólaútgáfu af þessum skemmtilega leik og fer með söngdívuna Mariah Carey á rúntinn. Hann spyr hana hvað hana langi til að fá í jólagjöf og hún svarar því til að hún vilji ekki biðja um eitthvað dýrt og fínt, en aftur á móti langi hana til þess að hann syngi hennar frægasta jólalag.
Og auðvitað verður hann við ósk hennar og þetta vinsæla jólalag ómar í tækinu.
En þar með er ekki allt búið því James fær heilan hóp af söngstjörnum til að taka þátt að þessu sinni – og taka þær Lady Gaga, Adele, Selena Gomez, Demi Lovato, Gwen Stefani allar undir í söngnum ásamt þeim Elton John, Chris Martin, Nick Jonas og The Red Hot Chili Peppers.
Ef þetta kemur þér ekki í jólaskap… þá vitum við ekki hvað!