Það er orðið nokkuð langt síðan ég fékk mér nýtt sléttujárn. En slík járn eru auðvitað staðalbúnaður hjá öllum konum og stelpum – sérstaklega ef þær eru með millisítt eða sítt hár.
Sex hitastillingar
Þar sem gamla járnið mitt var orðið mjög svo þreytt, lúið og gamaldags var heldur betur kominn tími á nýtt tæki. Og þvílíkur munur! Það er bara ekki hægt að líkja þessu saman
Hér er ég komin með hágæða sléttujárn frá Babyliss – sem nota bene er uppáhalds merkið mitt í hártækjum. Járnið er með keramik húðun og sex hitastillingum og er fíngert svo það er mjög meðfærilegt bæði til að slétta hárið og einnig til að búa til fallega liði. Og það sem er mikill kostur er að það hitnar á núll einni, sem sagt lítil sem engin bið eftir að tækið hitni.
Hentar öllum hártegundum
Plöturnar á járninu eru mjúkar og nokkuð langar, þannig að það er afar fljótlegt að slétta hárið þar sem það tekur mikið magn í einu. Þetta er Ionic járn en sú tækni tekur stöðurafmagn og skilar betri árangri. Þar sem hitastillingarnar eru allt frá 140 gráðum og upp í 235 þá hentar járnið öllum hártegundum. Líka grófu og liðuðu hári sem yfirleitt er erfitt að slétta. Og fyrir hina sem þurfa lítinn hita og vilja vernda hárið er þetta járn algjörlega frábært.
Líka á blautt hár
En þetta er ekki allt, því sléttujárnið má líka nota á blautt hár. Auðvitað ekki alveg rennandi blautt, en eftir að búið er að þurrka hárið vel með handklæði. Þetta getur alveg bjargað manni þegar tíminn er naumur og hafa þarf hröð handtök.
Ég er búin að prófa járnið bæði á þurrt og blautt hár og árangurinn er frábær. Hárið verður mjúkt og glansandi og það þarf bara eina létta stroku í gegnum hvern lokk. Ég myndi nú ekki nota það á blautt hár á hverjum degi en í þurrt hár er allt annað mál.
Einnig hef ég notað það til að gera krullur, sem gekk vonum framar. En mér hefur ekki tekist að nota sléttujárn í það áður, en þetta járn er svo fíngert og það gerir þetta svo miklu auðveldara.
Í samstarfi við Babyliss á Íslandi ætlum við að gefa heppnum vini okkar og lesanda svona hágæða járn – Babyliss I-PRO 235 Intense Protect. En með járninu fylgir bursti og hitamotta til að leggja járnið á.
Mjög flottur pakki – og frábært í jólapakkann fyrir „stelpur“ á öllum aldri.
Sléttujárnið fæst í Elko og kostar 13.990 krónur.
Gjafaleikur
Það sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum
Vera viss um að þú sért búin/n að setja LIKE við Facebooksíðu Kokteils HÉR
Deila þessu síðan á veginn þinn og hafa stillt á public svo við sjáum að þú hafir deilt.
Við drögum vinningshafa út sunnudagskvöldið 18. desember.
Vertu með!
jona@kokteill.is