Einhverra hluta vegna tengja margir Toblerone við jólin og finnst alveg ómissandi að fá þetta góða súkkulaði á þessum árstíma.
Ekki er óalgengt að búinn sé til Toblerone-ís sem eftirréttur yfir jólahátíðina.
En hér er hins vegar uppskrift að gómsætum smákökum með Toblerone, sem hún Lilja Katrín á blaka.is deildi með okkur.
Það sem þarf
1 1/3 bolli hveiti
1 tsk maizena
½ tsk matarsódi
¼ tsk salt
115 g mjúkt smjör
6 msk púðursykur
¼ bolli sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
200 gToblerone, grófsaxað
Aðferð
Blandið hveiti, maizena, matarsóda og salti saman í skál og setjið til hliðar.
Hrærið smjör, púðursykur og sykur vel saman.
Blandið því næst eggi og vanilludropum saman við.
Blandið þá þurrefnablöndunni varlega saman við.
Saxið Toblerone-ið og blandið saman við með sleif.
Setjið deigið inn í ísskáp yfir nótt. Svo er líka bara hægt að svindla og henda því inn í frysti í klukkutíma eða svo.
Hitið ofninn í 190°C og klæðið ofnplötur með bökunarpappír.
Búið til kúlur úr deiginu, raðið þeim samviskusamlega á bökunarplötur og bakið í 10 mínútur.
Njótið!
Þú færð allt hráefni í uppskriftina í