Okkur finnst mexíkóskur matur afskaplega góður. Bæði er hann bragðmikill, án þess þó að vera of sterkur, og svo er hann yfirleitt líka frekur léttur í maga.
Við erum voða spennt fyrir þessari tortillaköku sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit gaf okkur uppskrift að – en þetta er réttur sem passar alla daga vikunnar.
Tortillakaka fyrir fjóra til fimm
Það sem þarf
- 4 tortillakökur – t.d. frá Old El Paso
- 2 kjúklingabringur
- 1 laukur
- 1/2 púrrulaukur
- 100 g sveppir
- smjör til að steikja í
- 1,5 msk jalapenos
- 175 g chunky salsa (1/2 krukka) – t.d. frá Old El Paso
- 100 g Philadelphiaostur
- 15 svartar ólífur
- 1-2 dl rifinn ostur
Aðferð
Hitið ofninn í 200°.
Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, hakkið laukinn, skerið púrrulaukinn í strimla og sveppina í sneiðar.
Steikið kjúklinginn í smjöri.
Bætið lauk, púrrulauk og sveppum saman við og steikið áfram.
Bætið jalapenos, salsa og philadelphiaosti saman við og smakkið til með salti og pipar.
Látið sjóða saman í nokkrar mínútur.
Raðið tortillakökunum með fyllingunni á milli á ofnplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír.
Setjið líka fyllinguna yfir efstu kökuna, setjið síðan ólífur yfir og stráið að lokum osti yfir.
Bakið í 15 mínútur eða þar til kakan er heit í gegn og osturinn hefur fengið fallegan lit.
Berið fram með salati, salsa, sýrðum rjóma og guacamole frá Old El Paso.
Njótið!
Allt hráefni í þessa uppskrift færðu í