Við fáum einfaldlega ekki nóg af því að skoða fallegar jólaauglýsingar enda margar þeirra svo einstaklega vel gerðar og skemmtilegar.
Og þótt skrýtið sé að segja þá koma jólaauglýsingar manni oft í jólaskap.
Hér er ein frá Þýskalandi sem er með ólíkindum falleg, þar sem ungur drengur hittir naglann á höfuðið þegar hann útskýrir fyrir lítilli stelpu hvað jólin eru.
Kærleikur ♥♥♥