Ef þú ætlar aðeins að baka eina smákökusort fyrir jólin þá ættirðu að skoða það að prófa þessar – því þær eru æðislegar!
Slegið í gegn
Piparfylltar lakkrísreimar hafa slegið í gegn og þótt þú sért kannski ein/n af þeim sem ert ekkert sérstaklega hrifin/n af þeim þá áttu engu að síður eftir að falla fyrir þessum kökum. Þegar lakkrísinn, piparinn, súkkulaðið og marengsinn koma saman verður eitthvað meiri háttar til!
Hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkerheit deildi uppskrift að þessum dásemdar kökum með okkur.
Það sem þarf
- 3 eggjahvítur
- 200 g púðursykur
- 1 poki piparfylltar lakkrísreimar
- 1 poki suðusúkkulaðidropar (150 g)
Aðferð
Skerið lakkrísreimarnar niður í smáa bita.
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur.
Blandið lakkrísreimum og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.
Mótið toppa með tveim teskeiðum og bakið við 140° í 20 mínútur.
Njótið!
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í