Það er svo notalegt þegar húsið fyllist af smákökuilmi – en þegar mikið er að gera gefst ekki alltaf tími til þess að vinna stórar uppskriftir frá grunni.
Fyrir þá uppteknu
Þess vegna er svo gott fyrir þá sem eru uppteknir og hafa mörgum hnöppum að hneppa að eiga svona góða vinkonu eins og hana Betty Crocker. Hún getur auðveldað málið til mikilla muna.
Hér eru smákökur fyrir alla þá uppteknu. Og húsið ilmar af sætri notalegri lykt.
Það sem þarf
1 pakki Betty Crocker Chocolate Chip Cookie Mix
1 egg
Isio 4 olía
vatn
Daim kurl
hvítir súkkulaðidropar
Aðferð
Hrærið eggi, vatni og olíu saman í skál og bætið síðan duftinu saman við.
Hrærið varlega með sleif svo súkkulaðibitarnir skemmist ekki.
Skiptið deiginu í tvo hluta.
Blandið Daim kurli saman við annan hlutann og hvíta súkkulaðinu við hinn.
Mótið litlar kökur og setjið á ofnskúffu og bakið í um 10 mínútur samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Á pakkanum stendur að kökurnar verði 16 en þá er miðað við stærri kökur. Með því að gera þær minni verða kökurnar mun fleiri.
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í
jona@kokteill.is