Svona fljótandi súkkulaðibombur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur og þetta er auðvitað hinn fullkomni eftirréttur.
Það sem gerir þessar kökur frábrugðnar öðrum er að þær eru eggjalausar og það tekur ekki nema um 10 mínútur að undirbúa þær.
Gott, fljótlegt og einfalt – alveg eins og við viljum hafa það!
Það sem þarf
½ bolli Pillsbury hveiti
½ bolli Dan Sukker sykur
¼ bolli kakó
¼ tsk salt
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
¼ bolli Isio 4 olía
1 tsk vanilludropar
200 ml mjólk
22 gr dökkt súkkulaði
Aðferð
Hitið ofninn að 180 gráðum.
Smyrjið fjögur lítil kökuform, hvort sem það eru gler- eða álform.
Setjið hveiti, sykur, kakó, salt, matarsóda og lyftiduft í skál og hrærið saman.
Hrærið olíunni og vanilludropunum saman við.
Bætið þá mjólkinni rólega og í skömmtum út í og hrærið saman þar til deigið er orðið mjúkt.
Setjið deigið þá í formin og skiptið síðan súkkulaðinu á milli formanna og setjið í miðju formsins.
Bakið í 15 til 20 mínútur – fer eftir ofninum.
Ef þið takið tökuna úr forminu leyfið henni þá að kólna aðeins áður en það gert. En ef kökurnar eru bakaðar í fallegum glerformum má alveg bera þær fram í formunum.
Stráið Dan Sukker flórsykri yfir að lokum.
Þetta er síðan auðvitað enn betra með léttþeyttum rjóma eða vanilluís.
Sjáðu hér hvernig þetta er gert
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í
jona@kokteill.is