Margir, ef ekki flestir, eru með litla svarta nabba á nefinu sem erfitt getur verið að losna við. Og á það jafnt við konur sem karla.
Hér er ansi góð leið til að ná þessum leiðinda nöbbum í burtu. Það sem þú þarft að eiga er tannþráður sem er líka nokkurs konar tannstöngull – en margir eiga einmitt svona í baðskápnum hjá sér.
Og svona er þetta gert (sjá líka myndbandið frá mínútu 1:30)
1. Notið vel heitt þvottastykki til að opna svitaholurnar svo auðveldara verði að hreinsa nabbana.
2. Síðan er ágætt að þrífa nefsvæðið með andlitsvatni til að ná allri fitu í burtu.
3. Og þá er komið að því skemmtilega. Notið tannþráðinn til að þrýsta á nefsvæðið og hreinsa svitaholur og ná nöbbunum upp úr húðinni (sjá myndband).
4. Að lokum er gott að hreinsa svæðið vel og enda síðan á því að bera rakakrem á allt andlitið.
Hér í myndbandinu eru skrefin reyndar fleiri og ef þú vilt gera þau öll er það eflaust stórfínt – en þessi fjögur skref duga ansi vel.