Okkur finnst karamella alveg svakalega góð og einmitt þess vegna erum við afar veik fyrir hvers kyns uppskriftum þar sem karamella kemur við sögu.
Í þessa uppskrift eru notaðir Butterscotch-bitar frá Hershey’s, en ef þeir fást ekki má jafnvel nota rjómasúkkulaði eða leika sér með einhvers konar karamellusúkkulaði. Það mun ekki koma að sök því það er karamellusósan sem fer ofan á kökuna sem gerir hana svona sérstaklega góða.
Það var hún Lilja Katrín á blaka.is sem deildi þessari uppskrift með okkur.
Það sem þarf
Kakan
- 115 g mjúkt smjör
- ½ bolli sykur
- ½ bollil jós púðursykur
- 1 stórt egg
- 1 tsk vanilludropar
- 1 bolli hveiti
- ½ tskl yftiduft
- ½ bolli butterscotch-bitar
Sósan
- 115 g mjúkt smjör
- 1 bolli púðursykur
- 1 bollir jómi
- ½ tsk sjávarsalt
- 2 tsk vanilludropar
Aðferð
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 20 x 20 cm form eða hringlaga form sem er 18-20 cm.
- Blandið smjöri, sykri og púðursykri saman í skál. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið vel.
- Bætið hveiti og lyftidufti saman við og blandið öllu vel saman.
- Blandið 2/3 af Butterscotch-bitunum saman við með sleif eða sleikju.
- Hellið blöndunni í formið og stráið restinni af bitunum ofan á.
- Bakið í 30-35 mínútur og leyfið kökunni að kólna í um 20 mínútur áður en þið hellið sósunni ofan á.
Sósan
- Bræðið smjörið í potti eða á pönnu yfir meðalhita.
- Bætið púðursykri, rjóma og salti saman við og blandið vel saman.
- Látið koma upp suðu í blöndunni, lækkið síðan hitann og leyfið þessu að malla í 5 mínútur. Passið að hræra oft í blöndunni.
- Takið af hitanum og hrærið vanilludropunum saman við. Sósan þykknar eftir því sem hún kólnar meira.
- Hellið sósunni yfir volga kökuna.
- Og njótið!
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í