Feður sem komnir eru yfir fimmtug og eru vanir því að láta fara vel um sig í sófanum og horfa á fótboltaleiki í stað þess að mæta í ræktina geta vænst þess að að lifa lengur.
Þetta er niðurstaða fræðimannsins Richard Bribiescas við Yale háskóla í Bandaríkjunum. En Bribiescas er höfundur bókarinnar How Men Age, þar sem þetta kemur meðal annars fram.
Björgunarhringur og karlmannsbrjóst
Bribiescas telur að karlmenn með björgunarhring og karlmannsbrjóst séu meira aðlaðandi í augum kvenna. Þá séu þeir hraustari en félagar þeirra sem alltaf eru í ræktinni.
Máli sínu til stuðning styðst Bribiescas við ýmsar rannsóknir, meðal annars rannsókn er framkvæmd var árið 2008 í Baltimore sem leiddi í ljós að þeir karlar sem brenna fleiri hitaeiningum í hvíld en hinir með hægari brennslu séu helmingi líklegri til að deyja fyrr. Þá telja fræðimenn að þybbnir karlar séu í minni hættu á að fá blöðruhálskirtilskrabbamein og hjartaáfall. Ástæða þess mun vera sú að í líkama þeirra eru testósterón birgðir líkamans minni.
Eyða meiri tíma með börnunum
Þá þykja þykkari feður líklegri til að verja meiri tíma með börnum sínum þar sem þeir eru ekki uppteknir af því að fara í ræktina – en það mun einmitt vera eitt af því sem ýtir undir það að konur konur heillast frekar af þeim.
Bribiescas heldur því einnig fram að konur sem hafi átt nokkur börn snemma á lífsleiðinni eldist hraðar og deyi yngri en hinar.
Áhugavert, ekki satt!