Ísland er orðinn vinsæll staður erlendra ferðamanna fyrir bæði bónorð og brúðkaup. Enda býður landið okkar upp á óteljandi og öðruvísi möguleika í þeim efnum.
Óvænt bónorð í Almannagjá
Í þessu nýja myndbandi frá Icelandair má sjá hvar Stopover Buddy þjónustan sem félagið býður upp getur gert ótrúlega skemmtilega hluti.
Jennifer fékk Icelandair í lið með sér til að koma kærasta sínum á óvart með bónorði. Og í myndbandinu má sjá aðdragandann að því og bónorðið sjálft sem átti sér stað í Almannagjá á Þingvöllum.
Þetta myndband er með allan pakkann, tár, gæsahúð og gleði!