Þegar Bernando LaPallo frá Arizona í Bandaríkjunum varð 110 ára gamall var hann spurður hverju hann þakkaði langlífið. Í þessu myndbandi má sjá svar hans.
Bernardo sagðist aldrei á ævinni hafa veikst og að faðir sinn hefði kennt sér að borða rétt og hugsa um sig. Meðal annars vildi Bernardo þakka háan aldur sinn því að hann hefði ætíð borðað lífrænt grænmeti og ávexti.
En sérstaklega vildi hann þó þakka þessum fimm fæðutegundum hér að neðan langlífið og segir þær leyndarmálið bak við háan aldurinn.
1. Hvítlaukur
2. Hunang
3. Kanill
4. Súkkulaði
5. Ólífuolía
Ef maður verður svona hress og vel útlítandi 110 ára gamall af því að borða þessar fæðutegundir er ekki spurning um að fylla innkaupakörfuna af þeim í næstu verslunarferð.
Bernardo var 114 ára gamall er hann lést í desember 2015.