Okkur finnst flestum gott að geta reitt eitthvað fram á fljótan og einfaldan hátt og auðvitað enn betra ef hægt er að sameina hollustu og sætindi.
Þess vegna er þessi ofureinfalda uppskrift alveg tilvalin en hér mætast epli, karamella og súkkulaði. Sem sagt fullkomin blanda. Þetta er eitthvað sem gott er að maula á þegar sætindapúkinn lætur á sér kræla.
Það sem þarf
3 epli
1 bolli karamellusósa (eða heimatilbúin)
1 bolli kókosflögur (má líka nota hnetur)
½ bolli súkkulaðidropar
3 msk smjör
Aðferð
Takið eplin og skerið í hæfilega þykkar sneiðar.
Hreinsið síðan kjarnann úr með góðu áhaldi.
Blandið karamellusósu og kókosflögum saman og smyrjið eplasneiðarnar með blöndunni.
Bræðið súkkulaði og smjör saman og dreifið síðan fallega yfir eplin.
Njótið!
Sjáðu hér í myndbandinu hvað þetta er einfalt