Ostakökur er uppáhald margra enda ekkert skrýtið þar sem þær eru bæði mjúkar og ljúffengar.
Ef þú ert hrifin af ostakökum þá áttu eftir að falla fyrir þessari þar sem súkkulaði, karamella og hnetur koma saman – og gera hana algjörlega ómótstæðilega.
Kosturinn við þessa uppskrift er sá að þetta er alls ekki flókið.
Það sem þarf
Heimatilbúin brúnka/brownie eða bökuð úr pakka frá t.d. Betty Crocker. Við mælum með Betty til að einfalda málið.
Í karamellusósuna
1 bolli sykur
¼ bolli vatn
¾ bolli rjómi
3 msk ósaltað smjör
1 tsk vanillusykur (eða notið vanillustöng)
örlítið salt
Fyrir ostakökuna sjálfa
450 gr rjómaostur
½ bolla sykur
½ bolla púðursykur
¾ bolla karamellusósa
½ tsk kanill
örlítið múskat
115 ml þeyttur rjómi
Ofan á kökuna
Notið karamellusósu, niðurskornar pekanhnetur og heita súkkulaðisósu til skreytingar.
Aðferð
Bakið brúnkuna/brownie í kringlóttu smelluformi. Gætið þess að hún verði ekki of þurr.
Á meðan brúnkan er í ofninum undirbúið þá karamellusósuna með því að setja sykur og vatn í lítinn pott. Hitið við miðlungshita og hrærið í þar til sykurinn hefur alveg bráðnað saman við.
Þegar sykurinn er alveg uppleystur er þessu leyft að liggja í pottinum og hann hristur. Gætið þess vandlega að þetta verði ekki það dökkt að það fari að brenna. En engu að síður á þetta að verða dökkt. Ekki hræra í þessu heldur snúið eingöngu og veltið pottinum. Ef hrært er í blöndunni gæti karamellan eyðilagst.
Þegar blandan hefur náð þeim lit sem óskað er hellið þá rjómanum rólega og varlega saman við.
Við þetta myndast bólur í nokkrar sekúndur. Um leið og þær róast hrærið þá þar til blandan er orðin mjúk.
Takið af hitanum og blandið smjöri, vanillu og salti út í pottinn og hrærið saman.
Setjið þá karamelluna til hliðar og leyfið henni að kólna og þykkjast.
Takið þá brúnkuna út úr ofninum, smellið frá og látið kökuna kólna alveg.
Takið stóra skál og blandið rjómaosti, sykri og púðursykri saman þar til blandan er orðin mjúk.
Hrærið þá ¾ bolla af karamellusósunni saman við, og einnig kanil og múskati.
Bætið þeytta rjómanum saman við og hrærið allt vel en varlega saman.
Smellið þá aftur hringnum á formið.
Setjið ostablönduna í formið og ofan á brúnkuna. Dreifið úr blöndunni yfir kökuna og jafnið vel.
Kælið í ísskáp í þrjá til fjóra tíma (má líka setja í frysti).
Áður en kakan er borin fram er hún skreytt með því sem eftir var af karamellusósunni, heitri súkkulaðisósu og niðurskornum pekanhnetum.
Kakan geymist síðan vel í kæli í allt að sex daga í góðu lokuðu íláti.
Njótið!
Uppskrift fengin hjá sprinklesomesugar.com
Jóna Péturs – kokteillinn@gmail.com