Um 90 prósent fólks þvær sér um hárið daglega.
Fyrr á öldum var þetta nú töluvert minna því þá þvoði fólk sér um hárið einu sinni í mánuði og lét duga. Í kringum 1950 fóru konur að fara á stofur einu sinni í viku til að fá hárþvott og lagningu.
Árið 1908 birtist grein í New York Times þar sem fólk var hvatt til þess að þvo hárið tvisvar í viku því það væri alveg óhætt hársins vegna að gera það.
Það mætti því segja að grein þessi ásamt miklum markaðsherferðum sjampó fyrirtækja sé ástæða þess að fólk þvær hárið á sér næstum daglega í dag.
En hvað er það sem gerir það að verkum að hár okkar lítur út fyrir að vera óhreint?
Við höfum öll fitukirtla í hársverðinum, þeir myndast þegar fóstur er komið á fjórða mánuð. Þeir tengjast hverju einasta hári og leysa frá sér “sebum” eða það sem við köllum fitu/olíu. Þessi náttúrulega olía er okkur nauðsynleg til að hafa réttan raka í hársverðinum og gerir hann vatnsheldan. Hún kemur einnig í veg fyrir þurran hársvörð og passar upp á að hárlos verði ekki of snemma.
Hverjar eru hætturnar á að þvo hárið of oft?
Tandurhreint hárið fær okkur til að líða vel því það ilmar yndislega en of mikill hárþvottur þurrkar upp hárið og getur gert það brothætt.
Við flest tengjum freyðandi sjampó við hreinlæti en í raunveruleikanum inniheldur þessi froða þau efni sem ekki eru góð fyrir hárið.
En hversu oft ættum við að þvo á okkur hárið?
Það er persónubundið. Fer alveg eftir hári hvers og eins…
Lesa meira HÉR