Hún neitar að láta krabbameinið aftra sér frá því að hafa gaman.
Hér er Ana-Alecia í enn einni lyfjameðferðinni en hún greindist með afar sjaldgæfa tegund krabbameins í desember síðast liðnum. Hún hefur ákveðið að gera gott úr aðstæðunum og sýna heiminum að dans og hlátur sé besta meðalið.
Ana-Alecia og vinkona hennar, Danielle, hafa verið duglegar að gera dansmyndbönd í gegnum lyfjameðferðirnar. Og þetta myndband hefur heldur betur slegið í gegn og farið hratt um netheima og fleiri milljónir nú þegar horft á það.
Sá hlær best sem síðast hlær er móttóið hjá þeim stöllum!