Finnst þér guacamole gott?
En hvað með hummus?
Áttu kannski erfitt með að gera upp á milli af því þér finnst bæði svo gott?
Þá er þetta klárlega uppskriftin fyrir þig. Hér er ótrúlega gott avókadó hummus. Tær snilld!
Það sem þarf
1 dós (um 440 gr) kjúklingabaunir
3 bollar ferskt kóríander
1 hvítlauksrif
1 vel þroskað avókadó
3 msk jómfrúar ólífuolía
1 tsk ferskur sítrónusafi
sjávarsalt og nýmulinn pipar
Aðferð
Setjið kjúklingabaunir, kóríander, hvítlauk og avókadó í matvinnsluvél og maukið þar til orðið mjúkt og kremkennt.
Haldið vélinni í gangi og bætið ólífuolíunni rólega saman við og síðan sítrónusafanum.
Kryddið með salti og pipar.
Njótið síðan með ristuðu brauði, nacho flögum eða kexi.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert
Jóna Ósk Pétursdóttir
kokteillinn@gmail.com