Það er ekkert leyndarmál að við elskum að læra ný eldhúsráð og trix sem virka – hvað þá ef þau spara okkur tíma.
Hér eru 9 góð og nothæf eldhúsráð sem vert er að kunna.
1. Að skera köku í sneiðar
Hefurðu prófað að nota tannþráð til að skera kökuna snyrtilega í sneiðar? Þú ættir að prófa!
Það má líka taka þykkan kökubotn og skera hann til helminga með tannþræðinum til að búa til tvo botna. Snilld!
2. Glærir klakar
Hver kannast ekki við það þegar að klakar eru gerðir þá verða þeir hvítir og skýjaðir en ekki glærir?
Þetta má auðveldlega leysa. Með því að sjóða vatnið áður en þú frystir það færðu fallega glæra og gegnsæja klaka.
3. Mjúkur púðursykur – alltaf
Eins allir vita verður púðursykur harður með tímanum og þá er erfitt að nota hann. En til að koma í veg fyrir það er sniðugt að setja sykurpúða í pokann og geyma púðursykurinn þannig – þetta kemur í veg fyrir að hann harðni.
4. Þreytandi og seinvirkt að skera kirsuberjatómata?
Settu tómatana á disk og annan disk yfir. Þrýstu aðeins með annarri höndinni á eftri diskinn og renndu svo hnífnum á milli diskanna og skerðu alla tómatana á einu bretti til helminga.
5. Er ísinn of harður og frosinn?
Flestir kannast við að þegar búið er að opna ísbox verður næstum ómögulegt að ná ísnum upp úr boxinu næst þegar hann er tekinn út úr frystinum. Hann er grjótharður og gaddfreðinn.
Til að leysa úr þessu geturðu fengið þér stóran poka með plastrennilás og sett ísboxið í hann og geymt ísinn þannig í frystinum. Vittu til það verður miklu auðveldara að skafa ísinn upp úr boxinu sé hann geymdur svona.
6. Jarðarber og kjarninn
Náðu kjarnanum úr jarðarberjum með því að stinga venjulegi litlu röri upp í gegnum berið.
7. Svo ekki sjóði upp úr pottinum
Settu viðarsleif ofan á pottinn – leggðu hana þvert yfir og láttu hana liggja þar.
8. Fullkomlega soðin egg
Til að fá fullkomlega soðin egg skaltu prófa að stinga örlítið gat á botninn á egginu með fínni nál eða pinna.
Þetta virkar kannski ansi skrýtið en virkar engu að síður.
9. Snilldar leið til að grilla lax
Skerðu sítrónur í miðlungs þykkar sneiðar og settu á grillið. Leggðu síðan laxinn ofan á sneiðarnar og grillaðu hann þannig. Snilld!