Munið þið eftir möndlukökunni sem amma og mamma bökuðu?
Hér er komin uppskrift að einni slíkri sem vekur upp ljúfar og góðar minningar.
Það tekur enga stund að baka hana og svo skemmir ekki heldur fyrir hvað kakan er falleg á borði.
Skelltu í eina svona og leyfðu henni að vekja upp nostalgíuna.
Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deildi þessu ljúfmeti með okkur.
Það sem þarf
- 75 gr smjör
- 1 dl sykur
- 2 egg
- 2 1/2 dl hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk möndludropar
- 1 dl mjólk
Aðferð
Hitið ofninn í 180°.
Hrærið saman smjöri og sykri þar til létt og ljóst.
Bætið eggjum saman við, einu í einu og hrærið vel.
Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk.
Hrærið þar til deigið verður slétt og kekkjalaust.
Setjið deigið í smurt bökunarform (ágætt að nota 22 cm form til að fá kökuna aðeins hærri) og bakið í 20 – 25 mínútur. Passið samt að baka hana ekki of lengi svo hún verði ekki þurr.
Glassúr
- 3 dl flórsykur
- 1 msk heitt vatn
- 1 msk Ribena sólberjasafi
Blandið vatni og Ribena sólberjasafanum saman.
Hrærið flórsykur og djúsblöndu saman þar til kekkjalaust. Ef kremið verður of þykkt má bæta smá meira af vatni saman við.
Hellið kreminu yfir kökuna og berið fram.
Njótið!