Það getur vafist fyrir manni að skera lauk svo vel sé.
Hvaða aðferð hentar fer nefnilega alveg eftir því hvernig þú vilt að laukurinn sé niðurskorinn og í hvað þú ætlar að nota hann.
Þrjár ólíkar aðferðir
Í kennslumyndbandinu hér að neðan er fyrst farið í það hvernig best er að skera lauk í litla bita/teninga.
Að því loknu fáum við að sjá tvær leiðir til að sneiða laukinn og hvor leiðin er notuð fer alveg eftir því í hvað á að nota hann.
Og að lokum er svo farið í það hvernig við skerum lauk í hringi, t.d. ef útbúa á steikta laukhringi.
Vissulega fínar og góðar aðferðir sem gott er að kunna í eldhúsinu.
Sjáðu kennslumyndbandið hér að neðan