Er stressið alveg að fara með þig?
Þú ert svo sannarlega ekki ein/n um það.
Í nútímasamfélagi er streita eitt það helsta sem angrar okkur mannfólkið en streitan getur leitt til ýmissa vandamála bæði andlega sem líkamlega.
Ekki láta stressið ná yfirhöndinni. Hér eru góð ráð sem vert er að kunna þegar streitan er að gera út af við þig.
Sjö stórfín ráð
1. Farðu í heita sturtu
Taktu 15 mínútna sturtu því það eitt og sér getur gert kraftaverk fyrir stressið og neikvætt skapið. Láttu heitt vatnið bylja á höfðinu og leyfðu því að nudda axlir og höfuð. Þú munt finna hvernig neikvæðar hugsanir skolast í burtu.
2. Nuddaðu höndum saman
Þetta er ótrúlega góð leið til að lækka streitustuðulinn. Nuddaðu höndum saman þar til þú finnur hitann í húðinni. Ef þetta dugar ekki nógu vel fyrir þig skaltu líka nudda eyrun. Þessi aðferð við að nudda hendur og eyru hjálpar þér að einbeita þér að því sem þú ert að fást við þá og þá stundina.
3. Greiddu hárið
Já það hljómar kannski einkennilega að það að greiða hárið rói þig en það svínvirkar. Gefðu þér tíma á kvöldin til að greiða rólega í gegnum hár þitt í 10 til 15 mínútur – og þú finnur hvað hægist á hjartslættinum og vöðvar líkamans róast.
4. Notaðu stigana
Þegar þú þarft virkilega að róa þig og ná áttum skaltu prófa að hlaupa upp og niður stiga í hálfa mínútu. Meira þarf ekki til. Þetta eykur súrefnisflæði til þess huta heilans sem stjórnar tilfinningalegri streitu og hjálpar til við að lækka hana.
5. Dansaðu
Það er sannað mál að dans dregur úr streitu. Settu gott lag á fóninn og dansaðu frá þér allt vit og vittu til þú verður miklu rólegri á eftir.
6. Taktu til og gakktu frá
Að taka til, ganga frá og hafa hvern hlut á sínum stað hjálpar til við einbeitingu og lækkar um leið streitustuðulinn.
7. Sveiflaðu handleggjum og hristu fætur
Stress hefur þau áhrif að þú herpist öll/allur saman. Axlir, hnakki og vöðvar í baki stífna upp sem leiða til höfuðverkjar sem og verkja í baki.
Til að koma í veg fyrir þetta er gott að sveifla og snúa handleggjum í hringi og teygja þá í allar áttir. Og gott er að hrista fótleggi á sama tíma. Þetta má gera bæði heima og í vinnunni.