Þetta myndband með eldri dansandi hjónum hefur slegið í gegn í netheimum.
Þau sýna svo ekki verður um villst hvað það merkir að vera ungur í anda.
Parið sem er frá Texas í Bandaríkjunum var í fríi í Kanada og fóru inn á veitingastaðinn eingöngu til að dansa. Þau sömdu um að fá að panta sér vatn og dönsuðu svo við 4 til 5 lög.
Tónlistarmaðurinn sem sá um tónlistarflutninginn varð svo heillaður af þessu síunga pari að hann lét taka þau upp á myndband.
Hér dansa þau við lagið Uptown Funk með Mark Ronson og Bruno Mars og eins og sjá má eru þau algjörlega með þetta… og þá sérstaklega maðurinn.