Hún hefur algjörlega heillað Ameríku upp úr skónum fyrir einlægni sína og fyrir að vera hún sjálf – það er ekkert óekta við þessa stelpu.
Grace er tólf ára stelpa sem semur bæði sín eigin lög og texta, syngur með sinni hásu rödd sem brotnar á stundum og spilar undir á ukulele. Og hún er algjört ÆÐI!
Það er ekkert ólíklegt eftir þessa síðustu frammistöðu hennar að hún vinni America´s Got Talent en úrslitin fóru fram í gærkvöldi, 13. september, og sigurvegari verður krýndur í kvöld í Bandaríkjunum.