Það er svo margt sem maður heyrir varðandi blessaða appelsínuhúðina að við fórum að athuga hvað væri satt og hvað logið í þeim efnum.
Ert þú með appelsínuhúð? Veistu, þú ert ekki ein um það. Það eru um 90% kvenna sem fá appelsínuhúð einhvern tímann á lífsleiðinni. Hvort heldur sem þú ert grönn, æfir reglulega eða ert í yfirvigt.
Eins og appelsínuhúð er algeng þá eru mjög margar villandi upplýsingar í gangi varðandi hana, hvers vegna fær kona appelsínuhúð, hvernig er hægt að losna við hana og þar fram eftir götunum. Þannig að áður en þú ferð að kennan einhverju um, panta tíma hjá lýtalækni eða eyða allt of miklu í krem sem eiga að eyða appelsínuhúð lestu þá þetta.
Fullyrðingar um appelsínuhúð
Líkaminn er fullur af óæskilegum efnum og þess vegna fæ ég appelsínuhúð
Þetta er alls ekki rétt. Þótt sum krem og annarskonar aðstoðarefni sem þú getur gripið í næsta apóteki eða verslun staðhæfi að þau eyði þeim eiturefnum sem sögð eru mynda appelsínuhúð þá eru engin vísindi á bak við þær fullyrðingar. Málið er að undirliggjandi fita byrjar að ýta sér upp í gegnum kollagenið í húðinni og aðra vefi, oftast á rassi og lærum en getur einnig verið á upphandleggjum, maga og öðrum svæðum.
Ástæðan getur verið vegna hormónaójafnvægis í líkamanum, hreyfingarleysi, fitusöfnun og lélegri blóðrás, en þetta segir Cheryl Krarcher húðlæknir í New York borg.
Konur fá frekar appelsínu húð en menn
Þetta er rétt. Konur eru oftar en ekki með meiri fitu á svæðum eins og mjöðmum og lærum. Það er talið að um 10% karlmanna fái appelsínuhúð.
Appelsínuhúð versnar með aldrinum
Þetta er rétt. Eftir því sem við eldumst þeim mun fátækari verður líkaminn af estrógeni en það er hormón sem aðstoðar blóðflæðið um líkamann. Því minna af estrógeni, þeim mun meiri hætta á appelsínuhúð.
Appelsínuhúð getur verið ættgeng
Þetta er rétt. Appelsínuhúð er ættgeng. Ef móðir þín og amma fengu eða eru með appelsínuhúð þá eru miklar líkur á að þú fáir hana líka. Ef þú ert ekki…
Lesa meira HÉR